top of page

Námskeið

Hoppunámskeið fyrir alvöru orkubolta

Þetta námskeið er hugsað til að krakkarnir kynni sér öryggi þegar kemur að klettastökki og að hjálpa þeim að komast út fyrir boxið. Það hefur verið talað mikið um kvíða og annað hjá börnum á síðustu árum og viljum við meina það að hoppa í kalt vatn sé eitt besta meðalið við kvíða. Á þessu námskeiði fá krakkarnir að skora á sjálf sig og sigra hausinn.

Leiðbeinandinn er Konni Gotta hefur hann verið í klettastökki í 15 ár og mun kenna krökkunum allt sem þarf að hafa í huga þegar kemur að öruggu og skemmtilegu klettastökki.

Hvert námskeið er eitt skipti.

Innifalið er leiga á blautbúning, kennsla og pizza.

Við hoppum á glænýrri æfingaaðstöðu þar sem hægt verður að hoppa af 2 - 12 metra háum pöllum.

9 - 15 ára

Laugardaga 10:00 - 12:00

Mæting 9:30

kr. 10.000

* Forfallagjald er kr. 5.000 ef afbókað er innan 24 tíma frá upphafi námskeiðs

Fossanámskeið

Þetta námskeið er fyrir 12 ára og eldri. Á þessu námskeiði hittast krakkarnir í Hopplandi og fara saman í Hvalfjörðinn. Þar er gengið í 20-30 mínútur þar til komið er að 8 metra fossi. Krakkarnir fá þar að stökkva í fossinn og fá kennslu í því hvað skal hafa í huga þegar maður stundar klettastökk. Eftir þetta er farið aftur í Hoppland og borðað.

12 ára og eldri

Námskeiðið er frá 8-12

Mæting 08:00

kr. 15.000

* Forfallagjald er kr. 7.500 ef afbókað er innan 24 tíma frá upphafi námskeiðs

sidan

sidan

Play Video
bottom of page